slide-fagnid-2016

FAGNIÐ


Kæru landsmenn, FAGNIÐ óskar ykkur gleðilegs sumars, það er ósk okkar að þið FAGNIÐ sumri í faðmi fjölskyldunnar.

Þrautaleikurinn verður ekki starfræktur með formlegum hætti í ár en við hvetjum ykkur til að nýta ykkur þrautirnar hér fyrir neðan og eiga gleðilegan dag.

 

Þrautirnar


Þrautir leiksins eru 30 talsins og fjölbreyttar og ættu allar fjölskyldur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

1. Gefa fjölskylduliðinu nafn og búa til skjaldarmerki þess
2. Útbúa fána fjölskyldunnar
3. Búa til FAGN fjölskyldunnar og nota það til að fagna öllum sigruðum þrautum
4. Fleyta kerlingar á sjó/vatni
5. Gera góðverk
6. Búa til sumardrykk fjölskyldunnar
7. Taka fjölskyldumyndir með eftirfarandi í bakgrunni: Fjall, stopp skilti, dýr, lögreglumann og tré
8. Fara í þrautarkóng í verslun
9. Gefa öndunum brauð og syngja Litlu andarungarnir
10. Byggja sandkastala
11. Búa til fjölskyldusögu og teikna mynd
12. Fara í lautarferð
13. Grilla sykurpúða og segja sögur
14. Hrósa ókunnugum
15. Taka flippaða fjölskyldu selfie
16. Ganga afturábak í skrúðgöngu
17. Búa til listaverk úr því sem þið finnið í náttúrunni
18. Vaða í sjó/vatn/læk
19. Safna í krukku hlutum sem byrja á stöfunum: F A G N I D S U M R I
20. Gefa 5 ókunnugum „high five" á hverfahátíð
21. Búa til risastórann broskall
22. Sippkeppni (hver er fljótastur að sippa 50 sinnum)
23. Fá ferðamann/menn til að taka þátt í leik með fjölskyldunni
24. Reisa 5 hæða spilaborg
25. Fjölskyldumeðlimir mynda skúlptúr
26. Haldið plankakeppni fjölskyldunnar
27. Búa til tónlistarmyndband fjölskyldunnar
28. Fjölskyldumyndataka með frægum einstaklingi
29. Framkvæmið vísindatilraun fjölskyldunnar
30. Farið í boðhlaupsmyllu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um verkefnið

Fjölskylduleikurinn FAGNIÐ er verkefni meistaranema úr MPM námi Háskólans í Reykjavík og er unnið í samstafi við Skátana og Securitas. Markmið þess er að leiða saman fjölskyldur landsins í gleði og leik og vekja athygli á mikilvægi samverustunda fjölskyldunar, með því að bjóða upp á þátttöku í fjölskylduleiknum FAGNINU.

Að baki FAGNINU stendur þverfaglegur verkefnahópur, en meðlimir hans eru: Ásta Lára Jónsdóttir, Börkur Brynjarsson, Íris Anna Groeneweg, Kristrún Anna Konráðsdóttir og Sigríður Ósk Fanndal.

Verkefnið er hluti af námskeiði þar sem skipuleggja þarf raunhæft verkefni sem hefur það að markmiði að þjóna samfélaginu á einhvern hátt. Yfirumsjón með verkefninu hefur Dr. Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM námsins við Háskólann í Reykjavík.

FAGNIÐ er unnið af hópi MPM nema við Háskólann í Reykjavík. Samstarfsaðilar Fagnsins eru Skátarnir og Securitas, að auki hefur fjöldi fyrirtækja og einstaklinga stutt við verkefnið og gefið vinninga.

Netfang: fagnidsumri@gmail.com

Samstarfsaðilar

securitasskatamal


skatamal