Kæru landsmenn, FAGNIÐ óskar ykkur gleðilegs sumars, það er ósk okkar að þið FAGNIÐ sumri í faðmi fjölskyldunnar.
Þrautaleikurinn verður ekki starfræktur með formlegum hætti í ár en við hvetjum ykkur til að nýta ykkur þrautirnar hér fyrir neðan og eiga gleðilegan dag.
Þrautir leiksins eru 30 talsins og fjölbreyttar og ættu allar fjölskyldur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fjölskylduleikurinn FAGNIÐ er verkefni meistaranema úr MPM námi Háskólans í Reykjavík og er unnið í samstafi við Skátana og Securitas. Markmið þess er að leiða saman fjölskyldur landsins í gleði og leik og vekja athygli á mikilvægi samverustunda fjölskyldunar, með því að bjóða upp á þátttöku í fjölskylduleiknum FAGNINU.
Að baki FAGNINU stendur þverfaglegur verkefnahópur, en meðlimir hans eru: Ásta Lára Jónsdóttir, Börkur Brynjarsson, Íris Anna Groeneweg, Kristrún Anna Konráðsdóttir og Sigríður Ósk Fanndal.
Verkefnið er hluti af námskeiði þar sem skipuleggja þarf raunhæft verkefni sem hefur það að markmiði að þjóna samfélaginu á einhvern hátt. Yfirumsjón með verkefninu hefur Dr. Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM námsins við Háskólann í Reykjavík.
FAGNIÐ er unnið af hópi MPM nema við Háskólann í Reykjavík. Samstarfsaðilar Fagnsins eru Skátarnir og Securitas, að auki hefur fjöldi fyrirtækja og einstaklinga stutt við verkefnið og gefið vinninga.
Netfang: fagnidsumri@gmail.com
© 2016 Fagnið Copyright